Study time

kosy4

Það er eitthvað svo erfitt að byrja aftur í skólanum eftir jólafrí. Það er ekki eins og þegar maður er búinn að vera í sumarfríi í fleirri mánuði og finnst maður vera svo spenntur og tilbúinn í ný verkefni þegar haustið kemur. Nei. Eftir jólin er heilinn bara nýbúinn að meðtaka að hann sé í fríi og er síður en svo tilbúinn í að halda áfram. Ég reyni að byrja að lesa en þá fatta ég að það er sko þvottur sem þarf nauðsynlega á því að halda að verða hreinn. Ég byrja að lesa aftur. Nei skrambinn ég verð nú að skreppa út í búð, ískápurinn er tómur, það gengur ekki. Enn einu sinni reyni ég að byrja að lesa. Orðin renna saman í eitt og setningarnar verða algjörlega óskiljanlegar. Nei þetta gengur ekki lengur, ég verð bara að taka pásu og horfa á svona eins og einn þátt – eða þrjá.
Kannist þið við þetta vandamál? Ég auglýsi hér með eftir einbeitingunni minni sem sagði skilið við mig um jólin og hefur ekki látið sjá sig síðan. Endilega heyrið í mér ef þið heyrið eitthvað frá henni! Haha

Ps. Ég verð duglegri að láta heyra í mér um leið og ég fer að gera eitthvað af viti!

//That is just something about beginning school again after Christmas that is so incredibly hard. It’s not like starting school again after summer, happy and full of excitement. You are tired after the exams and the fuss of the holidays. You feel like you just started the vacation. I have been trying to start reading but it isn’t going very well. I try to read, but then I remember the dirty laundry who desperately needs me. I try to read again, but oh no! The fridge is empty, I have to run to the store. Alright lets try to read one more time. The words start to mash together and the sentences become unreadable. Yes I need a tv-pause, at least one episode – or three. 
Are you familiar with this problem? It’s bad, I have to start learning! Haha

Ps. I’ll start blogging more as soon as I start to do anything productive!
maría

Advertisements

One thought on “Study time

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s