Cherry blossoms

Vá hvað ég elska sumartilfinninguna sem ég fékk við að koma heim aftur til Noregs. Allur gróður útsprunginn og allt svo líflegt miðað við á Íslandi. Þá er ég sérstaklega ástafangin af kirsuberjartrjánum sem eru hérna út um allt. Þau setja svo mikinn lit á umhverfið og gera allt svo þúsund sinnum fallegra. Þar sem veðrið var svo gott í dag og JD var í fríi ákvaðum við að njóta þess og taka góðan göngutúr að Mosvannet. JD tók svo með sér gamalt hamborgarabrauð til að gefa öndunum að borða. Þegar við vorum komin að vatninu og hann byrjaður að gefa öndunum brauð varð hann svo allt í einu umkringdur sex (já það er rétt!) öfundsjúkum og svöngum svönum. Þeir vildu sko fá að borða líka og hvæstu bara á hann og reyndu að bíta hann ef hann gaf þeim ekki. Uppófst þá skondinn eltingarleikur þar sem svanirnir fylgdu honum hvert fótmál. Litla ég sem er alveg smá smeik við þá hélt ég mig bara í hæfilegri fjarlægð á meðan. Hafið þið séð hvað þessir fuglar eru stórir?! Þeir gætu étið mig lifandi!

//Oh I love that summer feeling I got when I arrived home to Norway. All the trees and flowers have blossomed and everything is just alive you know! Because JD had the day off we decided to make the most of it and take a walk together. We went to a lake called Mosvannet and JD took some bread with to feed the birds. After feeding the ducks for a while he found himself surrounded by six (yes thats right!) envious and hungry swans. If he didn’t feed them they would just hiss at him and try to bite him. Then they just started following him around. By that point I just backed up a little bit, as I did not like the swans very much. Have you seen the size of these things? They could eat you alive you know… 

svanir1DSC_0025svanir2DSC_0048
svanir3

 Jakcet: Zara // Pants: Primark // Jumper: Thailand // Shoes: Primark


Þrátt fyrir að ég sé tæknilega séð komin í sumarfrí núna er alveg nóg að gera hjá okkur næstu daga. Á morgun er leikur hjá Viking og daginn eftir það er 17.maí sem er þjóðhátíðardagur norðmanna. JD greyið þarf víst að ganga í skrúðgöngu þann dag en ég fæ sem betur fer bara að standa og horfa á. Haha. Síðan er líka á planinu hjá mér að taka í búðina í gegn og plana sumarfríið okkar í júlí. Eins og ég sagði, nóg að gera í bili. Þannig vil ég líka einmitt hafa það. En allavega þetta var allt. Heyrumst!

//Even though summer vacation has officially started for me, I still have enough things to do this week. Tomorrow is a football game for Viking and the day after that is the national day for Norway. JD has to walk in the parade then but I am super happy to only have to look from the sidelines. Haha. Then I also have on the plan to clean the apartment and plan our summer vacation. Like I said, we have enough to do. But that’s just how I like it. But yeah I guess this is all for now. We’ll talk later!

mariaosk

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s