Sumar nætur eru verri en aðrar

Ég er ekki búin að vera dugleg að blogga undanfarið þið verðið af afsaka það, hausinn minn er búinn að vera einhverstaðar allt annarsstaðar en við bloggið og því er ég bara búin að leyfa því að eiga sig. Núna ætla ég hins vegar að verða duglegri að skrifa aftur. Ég hef þó ekki mikið að segja ykkur í þetta skipitið, fyrir utan einn hlut sem gerðist núna í nótt. Við JD fórum semsagt upp í rúm svona um 12 leytið í gærkvöldið og sofnuðum frekar fljótt. Rétt fyrir 3 um nóttina vaknaði ég svo við einhver læti og tónlist uppi. Þá var einhver í íbúðinni fyrir ofan byrjaður að halda smá party þessa fínu fimmtudagsnótt. Úff ekki var ég nú hrifin af því, þar sem JD átti nú að spila leik daginn eftir og því mikilvægt að hann fengi sinn svefn. Svo eftir 10 mín að hafa reynt  að sofa fyrir hávaðanum  fór ég upp úr rúmi og fram í eldús og ákvað að fá mér að borða fyrst ég var vöknuð. Þá stuttu seinna vaknaði JD líka við lætin uppi. Nú vorum við bæði vöknuð og klukkan orðin korter yfir 3.  Ákvað ég því að fara bara út og banka upp á hjá þeim uppi og biðja þau um að lækka. Fór ég þá á gúmmístígvélunum og á náttfötunum mínum með bauga niður á höku og hárið í einni flækju út og dinglaði dyrabjöllunni hjá þeim. Ekkert svar. Svo reyndi ég aftur. Ekkert svar. Eftir um það bil 10 fleirri tilraunir og nokkur harkaleg bönk á hurðina fór ég aftur inn í íbúðina okkar frekar mikið pirruð og ennþá mjög þreytt. Tók ég þá á það ráð að grípa í kústinn okkar og fór á þann stað í íbúðinni okkar þar sem tónlistin og talið heyrðist sem hæst og bankaði með skaftinu nokkrum sinnum harkalega í loftið og kallaði svo þannig að það heyrðist greinilega ,,Allt of hátt hjá ykkur!!” Tónlistin stoppaði skyndilega og það þangnaði alveg uppi. Það hefði mátt heyra saumnál detta. Mér leið eins og algjörri gribbu en ég var bara orðin of pirruð og þreytt til þess að láta það skipta einhverju máli. Það heyrðist ekki eitt einasta hljóð í íbúðinni uppi þar sem eftir var af nóttunni en ég hins vegar var full adrenalíns eftir hetjustælana mína að ég náði ég því ekki að sofna nærri því strax aftur eins og JD gerði. Ég get því ekki sagt að ég hafi sofið neitt sérstaklega vel í nótt, en svona gerist víst þegar lítil mús ákveður allt í einu að haga sér eins og skessa til að bjarga kvöldinu. Haha.

//I haven’t been blogging as much lately as I used to do. Sorry about that, it’s something I am working on now to improve. I don’t have too much to say right now but I am going to tell you what happened last night. Yeah, so last night me and JD woke up to music and loud talking in the apartment upstairs at 3 am in the morning! That was so frustrating as it was too loud for us to go back to sleep and JD has a game today so it was really important for him to sleep well. I tried to go out and ring the bell and knock on the door there but nobody would answer. Then as a last resort I went back in to our apartment, took our broom and banged it loudly at the sealing in our apartment and just yelled ,,You are too loud ” Like an angry old woman who couldn’t care less what people would think of her. The music and the talking upstairs stopped right away and you could hear a needle drop to the floor. We didn’t hear anything from the upstairs apartment after that and JD fell asleep right away. I couldn’t fall back asleep though because my body was full of adrenalin from my heroic actions. It took me like and hour to go to sleep. So needless to say I didn’t sleep very well. That’s what happen then a small mouse tries to act like an elephant to save the night. Hahah rosir1 Sem betur fer hafði þetta í nótt ekki eins mikil áhrif á svefninn hans JD eins og minn þannig hann var bara hress í morgun annað en ég. Ég þarf hins vegar að fara gera mig til að fara á leikinn svo við heyrumst!

//Luckily this thing last night didn’t affect JD as much as me so he woke fresh up this morning. I can not say the same about me though… But yeah I have to start getting ready for the game. See you later! mariaosk

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s