This blog has been moved to Belle.is

Þetta blogg hefur verið fært yfir til belle.is/mariaosk og héðan í frá mun ég blogga þar. Þið sem hafið sett like við likesíðuna mína munið halda áfram að sjá nýjustu póstana þar eins og alltaf en einnig getið þið sett like við likesíðu Belle.is til þess að fylgjast með. Endilega fylgið mér yfir á Belle.is – Sjáumst þar!

//This blog has been moved to belle.is/mariaosk and from here on now I will blog from there. Those of you that have liked my Facebook page will still get a post update through that, but you can also like Belle.is on Facebook for an update. Follow me over to Belle.is – See ya there!

photos of me

Uppskrift: Pönnukökur

Þegar ég var á Íslandi fyrir stuttu þá bakaði ég pönnukökur með mömmu minni og systur. Bloggarinn ég tók náttúrulega myndir af því eins og flestu sem ég geri. Haha. Og úr því ég átti þessar ágætu myndir af sögðum pönnukökum ákvað ég að það væri bara alveg eins gott að deila uppskriftinni með ykkur. Svo gjöriðsvovel og verðiykkruraðgóðu!

//When I was in Iceland the other day I baked some pancakes with my mother and sister. Being the blogger that I am I of course had to document it. Haha. Well now because I have these fine photos of said pancakes I decided I could just share the recipe. So here you go!

pönns5pönnsurpönns

1. Stetjið þurrefnin í skál * 2. Bætið eggjunum og vanilludropum útí * 3. Hellið helmingnum af mjólkinni saman við og hrærið þannig að ekki myndist kekkir * 4. Bætið svo við því sem eftir var af mjókinni saman við eftir þörfum og hrærið viðstöðulaust á meðan. Deigið á að vera þunnt * 5. Bræðið smjörið og bætið saman við * 6. Hitið pönnuna vel áður en byrjað er á bakstrinum. Hellið um 4 msk af deigi á pönnuna og rennið henni til þannig að deigið þeki botninn * 8. Snúið pönnukökunni við þegar loftbólur byrja að myndast * 9. Staflið pönnukökum á disk.

//1. Put the ingredients in a bowl * 2. Add the eggs and the vanilla * 3. Pour the half of the milk in and stir it well 4. Add the rest of the milk after need and keep stirring. The dough is supposed to be thin * 5. Melt the margarine and add it in the mix * 6. Heat the pan before you start baking. Pour about 4 tbsp of dough on the pan and make it cover the whole pan * 8. Turn the pancake around when bubbles start to form on the pancake * 9. Stack the pancakes on a dish. 

mariaosk

Halló mánudagur

Í dag fengum við JD loksins sófann okkar. Þið trúið því ekki hvað það er gott að geta loksins farið að nota stofuna. Ég er búin að hlakka til þess í 2 vikur. Í alvörunni. Haha. Ánægjan mín hvarf þó fljótt þegar ég frétti að borðstofuborðið okkar myndi ekki skila sér í dag eins og það átti að gera. Já í staðinn fengum við þær fréttir að það væri seinkun á því í mánuð. Já MÁNUÐ! Í alvörunni við erum búin að vera svo óheppin með allt svona tengt húsgögnunum – endalaus bið. Ég er farin að halda að þessi íbúð okkar verði aldrei tilbúin. Við verðum víst að fara og finna einhvera lausn þangað til þar sem við getum ekki verið borðlaus lengur. Úff hvað er í gangi? Á björtu hliðina þá erum við þó allavega komin með sófann og ég ætla bara að njóta þess í kvöld. Við reddum borðstofuborðinu einhvernveginn. Ný vika – nýjir möguleikar og allt það!

//Today we finally got our sofa delivered. It is soo nice to be finally able to use the living room now. My happiness didn’t last for too long though as I also got the news that our living room table won’t be coming today as it was supposed to. Instead it will be coming in a month. IN A MONTH! Seriously we have been so unlucky with all things like that – we are constantly waiting. I am starting to think our apartment will never get ready. But I guess we have to find some solution as we can’t be without a table much longer. What is happening? Well on the bright side at least we have the sofa now. I’ll figure something out with the table. Like they say; New week – new possibilities and all that!DSC_0674 copy5DSC_0701 copy9DSC_0665 copy9DSC_0693 copy5

Jacket: Stradivarius__Sweater: JD’s (borrowed)__Bag: MK

mariaosk

France always a good idea?

Ég er búin að sitja tímunum saman fyrir framan tölvuna í dag og plana sumarið mitt. Planið akkúrat núna inniheldur ferð til Frakklands í júní svo ég er búin að vera skoða gistimöguleika þar og lestir og fleirra. Þar sem ég er svo hrikalega óákveðin tók það alveg góðan tíma fyrir mig að ákveða hvað ég vildi sjáið þið til. En ég held að ég sé komin með ágætis plan núna. Ég allavega bókaði gistingar þar sem ég hafði planað að fara. Óákveðna ég passaði mig nú samt að taka gistingar með afbókunarmöguleikum. Þið vitið. Því ég verð að geta breytt algörlega um skoðun ef mér dettur það í hug. Hvað ef ég vil allt í einu breyta úr Frakklandi í eitthvað allt annað? Eða bara skipta um gistingu? Hehe. Svona hlutir gerast. Jáa núna er ég farin að fá smá fiðring í magann þegar ég hugsa út í sumarið. Hafið þið farið til Frakklands í júni? Hvernig er það ??

//Now I’ve been sitting in front of the computer for couple of hours today planning my summer. My plan right now includes a trip to France this June so I have been looking at accommodation there and trains. Because I’m so incredibly indecisive It took forever for me to decide anything. But I managed to book accommodation at the places I am going to visit. However indecisive me had to book accommodation with free cancelling. You know. I have to be able to change my mind one more time if I want. What if I decide I want to go somewhere else instead? Or you know just something. Hehe. Well now I am really starting to look forward to the summer. Have you guys been to France in June ? How was it??

francemariaosk

Good morning

Jæja það er víst komin vika síðan ég lét heyra í mér síðast. Úpss sorry! Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér í skólanum síðustu daga þar sem ég átti skila stóru verkefni og svo náði ég mér í ælupest líka á sama tíma. Alveg frábær tímasetning. En einhvernvegin tókst mér samt að skila verkefninu á réttum tíma. Yay!

//Well I guess there is already a week since I last blogged. Yikes sorry you guys! It has been crazy much schoolwork for me this week and I had a big assignment due. Lucky me I also got sick this week. Great timing right? But still I managed to turn in the assignment at the right time. Yay!DSC_0624

Þar sem ég er búin að jafna mig á veikindunum núna fórum við í gær og keyptum stofuborð og borðstofustóla. Sem er kannski frekar asnalegt þar sem sófinn og borðstofuborðið sem við keyptum koma ekki fyrr en á mánudaginn. Haha eeen allavega. Eins og þið sjáið erum við ennþá að koma okkur fyrir en þetta er allt að koma saman. 

//We are still getting things ready there at the apartment. Yesterday we went and bought dining room chars and a coffee table. Even though our dining room table and sofa don’t arrive until monday. Haha. But this is a all coming together. 

DSC_0629

Annars ætlaði ég bara rétt að kíkja hérna við og láta heyra í mér. Ég búin að hafa það mjög kósý í morgun, ég ákvað að taka frídag frá skólanum og slaka bara á eftir vikuna. Ég get alltaf lært um helgina. Í kvöld er svo fyrsti leikurinn hans JD hérna í Þýskalandi og ég hlakka mjög til að sjá hvernig hann fer. Krossa fingur að hann fari vel! Heyrumst xx

//Anyways, I have had a really cozy mooring today. I decided to skip my schoolwork for the day and just relax. I can always study this weekend. Then tonight JD is playing his first game here in Germany. I can’t wait to see it. Hope it ends with a win. xx

mariaosk

Reykjavik

Jæja þá er ég komin heim til Þýska aftur og við erum strax byrjuð að halda áfram að koma okkur fyrir. Við fórum meðal annars í dag að skoða bíla og vonandi í næstu viku verðum við komin með eitt stykki bíl. Yay! Eeen allavega. Það vantar mikið í íbúðina ennþá og þrátt fyrir að það sé kannski ekki eitt af því nauðsynlegasta sem vantar (halló tóm stofa! engin þvottavél!) þá er ég alveg búin að ákveða það að ég þarf Reykjavíkur plaggat á ganginn eða í anddyrið. Hehe. Þarf. Nei okay, langar. Mig er reyndar búið að langa í þannig lengi. Ég leitaði aðeins eftir slíku þegar ég var á Íslandi núna en ég fann einungis eitt og það var ekki alveg það sem ég var að leita eftir. Svo leitin heldur áfram. Ég skoðaði aðeins á netinu og fann þessi í fljótu bragði og ég er ekki frá því að bara eitt af þessum muni prýða íbúðina okkar í framtíðinni. Hvað segið þið? Hvert þeirra er flottast??

//Well now I’m back in Germany, and right away we continue to settle us in here. Today we went to the car dealership to find a car and hopefully we will get one next week. Yay! But yeah anyway. We are still missing a lot of furniture in our apartment and even though it is not the most necessary thing on the list (hello empty living room! no washing machine!) I have decided that I need a Reykjavik poster in the hallway of our apartment. Hehe. Need. Okay I really want one. I actually have wanted one for a long time. I was on a lookout for one when I was in Iceland but didn’t find any for my liking. So the search continues. I looked around online and found these. I really like them so I think I will maybe pick one of those to put up in my apartment. But what do you think? Which one do you like the best?

reykjavik1

HERE // HERE

reykjavik2

HERE // HERE

reykjavik3

HERE // HERE

mariaosk

Packing

Nú fer að koma að lokum þessarar Íslandsferðar þar sem ég á flug heim til Þýskalands snemma á morgun. Tíminn viðrist alltaf hlaupa frá mér þegar ég kem hingað af einhverri ástæðu… Það er búið að vera rosa gott að koma hingað en þrátt fyrir það hlakkar mig líka til að koma aftur út og klára að gera íbúðina okkar JD tilbúna. Eins og er sofum við ennþá í gestaherberginu, en það fer vonandi að breytast þegar við fáum inn fleirri húsgögn. Restin af dótinu okkar var allvega send heim til okkar í dag svo ég er loksins komin með afganginn af fataskápnum til mín aftur. Hamingja. 

//Now my Iceland trip is once again coming to an end. I have a flight home to Germany early tomorrow. It’s been such a nice time but I am looking forward to go to Germany and finish getting our apartment ready. We are still staying in our guest room as we are still missing a lot of furniture, but hopefully that will change soon. The rest of your stuff arrived in Germany today so finally I will be reunited with the rest of my clothes again tomorrow. Happiness. DSC_0265

Jæææjja núna þarf ég að fara pakka niður aftur og gera mig tibúna fyrir flugið. Er það bara ég eða er það alltaf mikið leiðinlegra að pakka niður þegar maður er að fara til baka aftur eftir ferðalagið? Hahha.

//Well now I have to start packing and get ready for the flight tomorrow. Is it me or is it always more boring to pack your stuff when you are going home than before the trip? Haha. 

mariaosk

Winter Wonderland

Eftir að hafa verið í Reykjavík í nokkra daga að stússast er gott að koma aftur á Selfoss. Ég er alveg uppgefin eftir þessa daga, en ég fékk mikið í verk svo ég er mjög ánægð með það. Hér eru nokkrar myndirnar sem ég tók á hérna á Selfossi fyrr í vikunni. 

//After having been in Reykjavik for few days running errands it’s really nice to go back to Selfoss. I’m pretty tired after my Reykjavik trip but I managed to do a lot so I’m pleased with that. Here are few photos from Selfoss that I took few days ago. 
DSC_0482.1
DSC_0505.1DSC_0489.1DSC_0516.1DSC_0491.1DSC_0498.1DSC_0486.1DSC_0525.1

Fallegt er það ekki?

//Pretty isn’t it?

mariaosk

Skóladagbókin mín

Ég er ein af þeim sem verð að vera með dagbók með skólanum til að plana allt. Annars missi ég algjörlega yfirsýn yfir námið og allt fer í rugl hjá mér. Já ef þið vissuð það ekki þá er ég neflilega í fjarnámi frá HÍ! Skóladagbókin sem ég hef verið með núna er mín uppáhalds hingað til svo mér datt í hug að deila henni með ykkur.

//I am one of those that have to keep a diary for school to keep track of everything. If I don’t I totally loose control and everything gets messed up. Yes I am taking online courses from University of Iceland if you didn’t know! The academic planner I have right now is my most favourite yet so I thought that I would share it with you. 

DSC_0270DSC_0267DSC_0272DSC_0276

Ég pantaði þessa dagbók HÉR frá Etsy.com í haust en þar er hægt að finna fjöldan allan af sniðugum dagbókum. Ég valdi eina með stjörnumerkjaþema þar sem stjörnumerkið mitt prýðir forsíðuna, en þessi dagbók kemur einmitt í öllum öðrum stjörnumerkjum líka ásamt fleirri forsíðum.

//I ordered this planner HERE from Etsy.com this fall. There you can find so many cool planners. I chose this one with my Zodiac sign on the cover, but you can find all other signs as well and more covers.

mariaosk

Outfit 180116

Eftir langt ferðalag í gær er ég loksins komin á Ísland aftur. Það er alltaf gott að koma til Íslands og sérstaklega þegar veðrið er eins gott og það var á Selfossi í dag. Ég eyddi deginum með mömmu minni og systur að stússast og svo þegar allt var búið þá kíktum við í smá bíltúr og auðvitað tók ég myndavélina með og tók myndir. Þær myndir koma seinna, en núna í staðin koma nokkrar dress myndir sem við tókum í dag líka 🙂

//After a long travel I am finally in Iceland again. It’s always so nice to come to Iceland and especially when the weather is nice like today. I spent the day with my mother and sister running errands and afterwards we took a small car ride outside of town. And of course I took my camera with me. However those photos will be on the blog later. Instead I will show you today few outfit photos we took as well 🙂
DSC_0547.33
333.jpgDSC_0572.3333DSC_0564.33

Sweater: Zara // Pants: Vero Moda // Boots: Primark

Í kvöld á ég deit með vinkonum mínum hérna á Selfossi. Úff hvað mig hlakkar til. Það verður svo gott að sjá framan í þær og spjalla um allt mögulegt. Heyrumst!

//Tonight I have a date with my close friends here in Selfoss. Ohh I can’t wait. It’s gonna be so nice to see them and talk about everything. Later!

mariaosk

H A P P Y 2 0 1 6 !

Þá er árið 2015 búið og 2016 tekið við. Ég fagnaði áramótunum í fyrradag með tengdafjölskyldunni í Reykjavík og hafði það bara stórfínt með þeim. Bara rólegt kvöld með kvöldmat, skaupi og flugeldum. Kannski full rólegt gamlárskvöld fyrir suma en mér fanst það bara fín tilbreyting. Ég get ekki sagt annað en að það hafi verið mjög næs að vakna ekki skítþunn á nýársdag eins og ég hef oftast gert. Haha. 

//Now 2015 is over and 2016 has finally arrived. I celebrated New Years with JD’s family in Reykjavik and had a really lovely time with them. Just a cozy night with dinner and fireworks. I have to say it was refreshing not waking up really hungover on New Years day like I usually do. Haha.
DSC_0331.1
DSC_0355.1DSC_0337.1DSC_0356.2DSC_0324.1

Þetta ár kemur með mikið af breytingum fyrir okkur JD en ég er bara spennt fyrir öllu sem er framundan. Nýtt land, nýtt fólk og nýtt tungumál. Það er alveg smá pakki. Núna á morgun flytjum við formlega til Þýskalands og sama dag fáum við afhenda leiguíbúðina okkar. Spennó!

//This year comes with a many new things for me and JD but I am just excited for everything. New country, new people and new language. It’s a lot. Now tomorrow we move officially to Germany and get our rental apartment. So exciting!

mariaosk

Öll dress árið 2015

Tók saman allar dress myndir ásins svona í til þess að ljúka árinu hérna á blogginu. Þetta voru alveg töluvert fleirri myndir en ég hélt! Haha maður er svo gleyminn sko.

//Took together all outfit photos of the year here for new years. More photos than I thought! Haha


a1
a2a5a3a4a6a8a9a7

Hvað er uppáhaldið þitt af árinu?

//What is your favourite outfit of this year?

mariaosk

Outfit 261115

Eftir góða helgi á Selfossi með fjölskyldu minni erum við JD aftur komin í bæinn til tengdó þar sem við ætum að vera saman fram að aðfangadag. Við komum snemma í bæinn og gat ég því nýtt daginn í að klára að redda síðustu jólagjöfunum. Við reyndar keyptum flestar jólagjafirnar í Nóvember svo við erum alveg búin að sleppa við stressið núna í Desember, sem er alveg súper næs skal ég segja ykkur. Á morgun ætla ég svo að klára að pakka inn restinni af gjöfunum og mig hlakkar til að sýna ykkur hvernig þær koma út.

//After a good weekend in Selfoss with my family, JD and me are now back in Reykjavik with his family. We came early to the capital so I could finish all christmas-gift shopping. It’s such a nice feeling to be finished with that. We also bought most of the gifts already in November so there hasn’t really been any stress around the christmas shopping which is super nice. Tomorrow I’m gonna wrap in rest of the gifts and I can’t wait to show you the results. 
seehotel21
seehotel1seehotel20

Pants: Zara // Sweater: J.Lindeberg (borrowed from JD..) // Boots: Primark
// Scarf: Gant (also borrowed from JD..)

Hérna eru nokkrar dress myndir sem voru teknar í Þýskalandi en ég gleymdi alveg að sýna ykkur. Hótelið okkar var staðsett á svo flottum stað að ég gat ekki annað en látið smella af nokkrum myndum þar. Hahah!

//Here are few outfit photos that we took in Germany but I totally forgot to post about. Our hotel there was located in such a beautiful place I just couldn’t resist taking some photots. Haha!

mariaosk

Home sweet Iceland

Fyrir þremur dögum síðan komum við JD til Íslands eftir langt ferðalag frá Tælandi með millilendingu í Þýskalandi yfir nótt. Síðustu tvo dagana í Phuket vorum við aftur bara tvö, þar sem vinapar okkar átti bókað flug heim á undan. Það var ótrúlega leiðinlegt að kveðja þau þar sem við vitum ekki hvenær við munum hitta þau aftur, en svona er það vist þegar maður á vini frá öðrum löndum. Eftir að þau fóru, vorum við JD bara í letikasti þar til komið var að okkur að fara heim. Alvöru frí sko. Líkamsklukkan mín er reyndar núna í ruglinu eftir ferðina, núna vakna ég hér alla daga milli sex og sjö á morgnana og er farin upp í rúm klukkan tíu. Ég verð að játa það að það er góð tilfinning að vera A-manneskja þó það sé ekki nema í smá tíma. Haha. Annars get eg ekki sagt annað en það að það er mjög gott að vera komin “heim” til Íslands svona yfir jólin. 

//Three days ago we JD arrived to Iceland after a long trip from Thailand with a night layover in Germany. For the last two days in Phuket me and JD were just two alone again as our friends had booked a flight home earlier. It was so sad to have to say goodbye to them as we don’t know when we will see them again. But, that’s just how it is when you have friends from other countries. After they left we just relaxed for the next two days before our long trip back home. Now after the trip my body clock has really turned around. Now I wake every day between 6 and 7 in the morning and go to sleep at 1o in the evening. I have to confess it’s really nice to be able to wake up early like nothing’s easier. Im gonna enjoy that one while I can. Haha. But yeah, all in all I can just say that it is so good to be “home” in Iceland for christmas. 

DSC_0011
lvDSC_0012

Jacket: New Yorker // Scarf: LV // Pants:Vero Moda //
Sweater:Stradivarius // Boots:Primark // Bag: Michael Kors // Watch: Michael Kors

 

Síðustu daga erum við JD búin að vera í Reykjavík hjá fjölskyldu hans en á morgun ætlum við að gera okkur helgarferð á Selfoss til þess að heimsækja fjölskylduna mína. Ohh hvað ég hlakka til. Það verður svo næs!

//Last couple of days me and JD have been in Reykjavik with his family but tomorrow we are going to drive to Selfoss for the weekend and spend some time with my family. Oohh I’m so excited. It’s gonna be so nice!
mariaosk

Síðasta myndabomban frá Tælandi

DSC_0995.2

Alveg nokkrir dagar sem við eyddum bara við sundlaugina. Ahhhs svo kósí!

//Few days we only chilled by the pool. Ahh so cozy!

DSC_0799.1

Umferðin í Tælandi getur verið klikkun. Bara svo þið vitið það.. Haha 

//The traffic in Thailand can be crazy. Just so you know.. Haha

DSC_0121.1

Þessi pálmatré eru æði.

//These palm tree are so pretty.

DSC_0336

Ohh þessi er svo sætur og mjúkur ❤

//Oh this one is co cute and cuddly ❤

DSC_0484.1

Strákarnir að snorkla. 

//The guys snorkelling. 

DSC_0899.1

Buddha stytta.

//Buddha statues. 

DSC_0924.1

Sundlaugin á hótelinu okkar.

//The pool at our hotel. 

DSC_0912.1

Það er endalaust af fallegum sólsetrum hérna í Tælandi.

//There are so many beautiful sunsets in Thailand.

DSC_0488.1

Tælenskur long-tail bátur. 

//Thai long-tail boat.

DSC_0107.1

Patong strönd að kvöldi til.

//Patong beach at evening time.

DSC_0903.1

Aww þessi litli dúllu kisi.

//Aww this little cute kitty. 

DSC_0897.1

…fleirri buddha styttur.

//…more buddha statues. 

DSC_0808.1

Þessi litli fílsungi í skóginum. Svooo sætur. 

//This little baby elephant. So cute. 

DSC_0842.1

Tælenskt hof. 

Thai temple.

DSC_0070.1

Róla a ströndinni. Af hverju er það ekki algengara?? 

//Sving at the beach. Why isn’t that more common??

DSC_0131.3

Kvöldganga meðfram ströndinni. 

//Nightwalk along the beach. 

DSC_0479.1

Frá bátsferðinni okkar til Phi Phi eyja.

//From our boat trip to Phi Phi Islands.

mariaosk

Wat Chalong and Big Buddha

Eins og ég sagði ykkur frá í gær þá fórum við í smá útsýnisbíltúr og fórum og skoðuðum Wat Chalong og Big Buddha hérna í Phuket. Það var bara mjög gaman. Mér finnst öll þessi Tælensku hof og byggingar svo flott. Það er hægt að eyða endalausum tíma í að skoða hvern einasta krók og kima í þeim.

//Like I told you yesterday we went for a drive yesterday to see Wat Chalong and Big Buddha here in Phuket. Pretty good day I have to day. I just love all these Thai temples. You could spent so long time to explore every corner of them. 
DSC_0876.2
DSC_0847.2DSC_0885.2DSC_0892.2DSC_0832.2DSC_0854.2DSC_0901.2DSC_0872.2DSC_0839.2

Ég verð að játa það að þó það sé æðislegt að vera hérna í þessu landi og í góða veðrinu þá er mér farið að hlakka mikið til að koma heim til Íslands líka. Ég get ekki beðið eftir að komast í jólagírinn, baka, spila, horfa á jólamyndir og bara slappa af innandyra meðan veðrið er vont úti. Ahhh svo kósí ❤ 

//I have to confess that even though it’s awesome being here in Thailand I’m starting to look forward to coming home to Iceland as well. I can’t wait to get into the christmas spirit, bake cookies, play cards, watch christmas movies and just relax indoors while the weather is bad outside. Ahhh cozy ❤

mariaosk

Sunsets

DSC_0770.1DSC_0764.1DSC_0765.1DSC_0761.1DSC_0768.1

Við vorum öll svo þreytt eftir ferðina til Phi Phi í gær svo að við slöppuðum bara af við sundlaugina í dag. Letin var kannski full mikil hjá okkur þar sem okkur datt ekki í hug að fara borða hádegismat fyrr en klukkan fjögur um daginn. Haha. Þegar við loksins svo komum okkur í að fá okkur að borða var hádegismaturinn eiginlega bara búinn að breytast í kvöldmat. Jæja okay, þetta má þegar maður er í fríi. Þegar við löbbuðum svo til baka upp á hótel meðfram ströndinni eftir að hafa farið út að borða var sólin á leiðinni niður og sólsetrið var alveg einstaklega fallegt. Svona eins og flest hin kvöldin hérna líka reyndar. Við ákváðum svo að fara aftur á ströndina fljótlega eftir að við komum á hótelið og taka smá nætursund. Það var ótrúlega kósy. Hitinn úti var ennþá svakalegur og sjórinn var svo heitur þrátt fyrir að það væri kvöld svo við héldum bara áfram að njóta okkar þó það væri komið myrkur. Jafnvel þegar það tók allt í einu að hellidemba á okkur héldum við bara áfram að fíflast. Hins vegar þegar þrumuveðrið byjaði ákváum við að segja það gott og koma okkur upp á hótel aftur. Núna sýnist mér reyndar rigningin vera hætt svo kannski förum við og gerum eitthvað meira í kvöld. Heyri í ykkur seinna!

//We were all so tired after the trip to Phi Phi Islands yesterday so we just hung out at the pool today. Maybe we were little bit too lazy today though as we didn’t even think of getting lunch until four o’clock. Haha. And when we finally got around to get lunch it had turned into dinner. Oh well… we’re on a vacation. When we walked back to the hotel after going out to eat we took a walk along the beach and watched the sunset. It was so pretty! Like most other nights here as well. After getting to the hotel we decided to go back to the beach to take a night swim in the ocean. That was so fun. It was still so hot outside and the ocean was really warm as well so we really did enjoy ourselves even though it was evening. Even when it started to heavily rain we just kept on goofing around. Only when the thunderstorm came we decided to get back to the hotel. Now the rain has stopped and the thunderstorm has passed we are maybe going out again later tonight. So we talk later!

mariaosk

Phi Phi Islands

Í dag áttum við pantaða dagsferð til Phi Phi eyja svo við vorum komin á ról kl 06.45 í morgun. Aðeins of snemmt fyrir minn smekk, en allavega… Ferðin var mjög fín og við skemmtum okkur vel. Við fórum með hraðbát og kíktum á nokkrar eyjur, heilsuðum uppá apana á Monkey Island og strákarnir snorkluðu  á meðan við stelpurnar nutum sólarinnar. Helvíti fínt ef þið spyrjið mig. 

//Today we had ordered a day trip to Phi Phi Islands so we were up and about at 06.45 am this morning. A little too early for my taste, but anyway… The trip was very nice and we had a really good time. We went with a speedboat and looked at some islands, greeted the monkeys at Monkey Island and then the boys snorkelled while we girls just enjoyed the sun at the beach. Pretty nice if you ask me. 
DSC_0677.2DSC_0476.1DSC_0582.1DSC_0490.1DSC_0657.1DSC_0502.1DSC_0496.1DSC_0513.1

Ég trúi ekki að ferðin sé strax orðin hálfnuð. Sjö dagar nú þegar búnir og einungis sjö dagar eftir. Hvert fer tíminn eiginlega?!

//I can’t believe the vacation is half-way already. Seven days already over and only seven days left. Where the hell did the time go?!

mariaosk

Tigers

DSC_0346 copy.1DSC_0375 copy.1DSC_0396 copy.1

Þegar við vorum búin að fá nóg af sólinni og ströndinni í dag ákváðum að kíkja í Tiger kingdom hérna í Phuket og heilsa upp á tígrisdýrin. Það var áhugavert. Ég get ekki lýst því hversu geðveikt það er að fá að sjá þessi dýr svona nálægt og snerta þau og knúsa. Það er lika ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með litlu ungunum slást og leika sér í návígi og horfa í augun á einu risastóru fullorðnu dýri. Magnað. Það leiðinlega er þó það að þessi dýr eru lokuðu rými en ekki úti í náttúrunni. Það er eitthvað svo ótrúlega rangt við það. En ég er samt bara grænn túristi svo ég ætla ekkert að tjá mig um það meir… Í kvöld tókum við góðan göngutúr og skoðuðum í markaðstjöld og bara nutum þess að vera til og drukkum í okkur andrúmsloftið. Ahhh það sem ég elska Tæland!

//Today when we got enough of the beach we decided to visit Tiger Kingdom here in Phuket. That was interesting. I really can’t describe how awesome it is to see these animals so close and being able to touch them and pet them. It’s also amazing to just be able to see the cubs play together and look a big tiger straight in the eye. Incredible. The sad thing is though that these animals are in a confined spaces but not in the nature. That is sad and just plainly wrong really. But hey, I’m just a green tourist so I don’t really know what I am talking about… Tonight we took a walk along the street to look at some market tents and just soaked in the environment. Ahhh I just love Thailand!

mariaosk

Lazy days in paradise

Núna er komnir þrír dagar síðan við komum til Phuket. Við erum í algjörum slökunarmódus eins og er og ég er að fíla það í botn. Við erum ekkert búin að gera nema bara liggja á ströndinni og við sundlaugina. Eitt af því sem ég elska við Tæland er það hvað nuddin eru ódýr hérna svo ég er búin að fara í tvö kvöld í röð. Draumur í dós. Planið er eins fyrir morgundaginn líka, en svo kanski förum við og gerum eitthvað af viti daginn eftir það! Hérna fylgja með nokkrar myndir frá síðustu dögum. Ég verð að játa það að ég er ekki búin að vera dugleg að taka myndir en það breytist örugglega þegar við förum að gera eitthvað meira. 

//Now we have been here in Phuket for 3 days already. We are in complete relax modus and I am so enjoying that. We haven’t really done anything yet, just been laying at the beach and next to the pool. One of the things that I love about Thailand is how cheap the massages are! I’ve had a massage for 2 nights in a row now. Amazing. The plan for tomorrow is just more chilling but after that we are probably gonna do something more exciting. Here are some photos from last couple of days. I haven’t really taken that many photos yet but that will probably change when we start doing something else. 
DSC_0014
DSC_0134DSC_0012DSC_0132DSC_0162.1

Í dag kom vinapar okkar JD til Phuket líka, en þau ætla að vera hérna með okkur á sama hóteli næstu 10 dagana. Hversu geggjað?! En já allavega, það er víst komið kvöld hérna í Tælandi svo ég ætla koma mér upp í rúm. Heyrumst fljótlega! xx

//Today 2 of our friends came down to Phuket as well, as they are gonna be with us here for the next 10 days. How awesome is that?! But yeah, it’s evening  here right now so I am going to bed, I’ll talk to you later! xx
mariaosk

Misty day in Gelterswoog

DSC_0091DSC_0054DSC_0057DSC_0052DSC_0103DSC_0063DSC_0076DSC_0066DSC_0083

Síðasta kvöldið okkar í Þýskalandi tókum við JD góðan göngutúr um vatnið og skóginn sem var rétt hjá hótelinu. Það var ótrúlega mikil þoka þennan dag svo andrúmsloftið var alveg frekar draugalegt!

//Our last night in Germany, me and JD decided to take a good stroll around the lake and woods right next to our hotel. It was such a misty day that the atmosphere was really spooky!

mariaosk

Latest looks

FotorCreated2fotorcreated copy

 << Which outfit is your favourite? >>

Það er svolítið síðan ég gerði samantektarpóst yfir síðustu dress svo hérna er eitt handa ykkur! Þið verðið bara að afsaka það að ég er búin að vera svolítið upptekin síðustu daga en ég segi ykkur meira frá Þýskalandi á morgun xx

//It has been a while since I last did a collage of my latest outfit posts so here is one for you! You have to excuse that I have been a little busy the last couple of days, but I’m gonna tell you more about Germany tomorrow xx

mariaosk

Packing

Úff, síðustu dagar eru búnir að líða á núlleinni. Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt þegar maður þarf að fara í gegnum allt sem maður á. Það er svo auðvelt að missa einbeitinguna þegar maður finnur allt draslið sem maður hefur ekki séð í langan tíma. Haha! Hef ég bara einn dag í viðbót til þess að klára að pakka áður en flutningafyrirtækið kemur og nær í dótið okkar. Eins gott að ég nái þá að klára að fara í gegnum allt fyrir það.

//Last days have gone by so fast. It’s incredible how fast time flies when you go trough everything you own. It’s so easy to get distracted by all the stuff you haven’t seen for so long. Haha. Now I only have one more day to finish packing before the moving company comes and picks up all the stuff. I hope everything will be in boxes by then!
rr4
DSC_0886rr3

T-shirt: Primark // Shorts: H&M // Messenger bag: Michael Kors

Það er eiginlega ótrúlegt að hugsa út í það að ég eigi bara 5 daga eftir í Stavanger. Eftir að hafa eytt síðustu 3 árum ævi minnar hérna er það eiginlega hálf óraunverulegt að flytja einhvert annað. Ég er spennt, stressuð og leið allt á sama tíma. Ég veit ekkert hvernig það verður á nýja staðnum. Ég er samt bjartsýn svo ég hlakka bara til að sjá í hvaða átt lífið tekur mig.

//It’s kind of weird to think about that I only have 5 days left in Stavanger. After spending last 3 years of my life here, it’s unreal to think that it’s time to move on to another place. I’m excited, stressed and sad all at the same time. I have no idea how it’s gonna be at the new place but I’m optimistic!
mariaosk

Þrír uppáhalds strigaskórnir

Fyrir rúmlega ári síðan fékk ég virkilega sansen fyrir strigaskóm. Lengi vel var ég alls ekki hrifin af strigaskóm og notaði eiginlega aldrei þannig, en núna hins vegar er ég alltaf í strigaskóm og ég elska það! Það ætti því ekki að koma á óvart að ég er búin að sanka að mér nokkrum pörum. Hérna eru uppáhalds pörin mín!

//For about year ago I completely fell for the sneaker trend. For a long time I really didn’t like sneakers but now I use them all the time, and I love it! So it shouldn’t come as a surprise that I have added some to my shoe collection. Here are my favourites!

– give a girl the right shoes and she can conquer the world –
DSC_0284

Hvítir Adidas Superstar: Þessir skór eru svo ferskir og fallegir. Ég var algjörlega ástfangin af þeim í sumar þegar ég keypti þá í London. Þeir pössuðu einhvernvegin við öll dressin mín í sumar og voru því mikið notaðir. En guðminngóður hvað það er leiðinlegt að halda þeim hvítum. Eða er það bara ég geri allt skítugt á núlleinni?

//White Adidas Superstar: These shoes are so fresh and beautiful! I was so in love with them this summer. I used them a ton, but omg it’s so hard to keep them white! Or is it just me that is too messy?

DSC_0289

Svartir Nike Free: Þetta skópar er það sem ég nota lang-mest þessa stundina, enda eru þetta þæginlegustu skór sem ég hef nokkurntíman átt. Liturinn er líka alveg klassískur og passar við allt. Besta skópar sem ég hef átt ever. Í alvörunni.

//Black Nike Free. These are the shoes I use most right now. They are really so comfortable it’s amazing. These shoes in black really can’t go wrong. Best pair of shoes I have ever had. Really. 

DSC_0031

Brún-gylltir Nike Air Max Thea: Þetta er reyndar nýjasta parið í safninu svo þeir eru lítið notaðir, en ég verð bara að segja að þetta er svalasti litur á skóm sem ég hef séð í langan tíma. Ég á mjög mikið af fötum í jarðlitum og ég sé fyrir mér að geta notað þá svo mikið við hversdagsfötin mín. Geggjað skotin í þessum!

//Brown Nike Air Max Thea: This is the newest pair in my collection so I haven’t really used them a lot, but I have to say these are the coolest sneakers  I have seen for a long time. I have so many clothes that are gonna look great with these shoes. Totally crushing on this pair!

Hvað finnst ykkur? Eru einhverjir strigaskór sem þið eruð skotin í? xx

//What to you think? Are they any sneakers that you are crushing on? xx

mariaosk